Sólvellir, Akureyri

 • Tegund:
  Hæð
 • Stærð:
  99
 • Fasteignamat:
  23.400.000
 • Brunabótamat:
  27.800.000
 • Áhvílandi:
  0
 • Herbergi:
  3
 • Svefnherbergi:
  2
 • Baðherbergi:
  1
 • Stofur:
  1
 • Þvottahús:
 • Bílskúr:
  nei

Verð: 26.900.000 kr

Sólvellir, Akureyri

Holt Eignamiðlun S: 464-7800 kynnnir Sólvelli 3 AkureyriHæð á vinsælum stað á eyrinni.

Búið að endurnýja eignina að hluta þ.m.t. Eldhús og baðherbergi en hún þarfnast engu að síður viðhalds

Komið er inn í forstofu með fatasnögum á vegg og flísar á gólfi

Úr forstofu er komið inn í lítið hol þaðan er gengt inn í önnur rými eignarinnar. Baðherbergi hefur nýlega verið endurnýjað. Þar eru flísar á gólfi, sturtuhorn aðskilið með glervegg, upphengt klósett og hvít hreinlætistæki. Svefnherbergi eru tvö bæði stór. Hjónaherbergi er mjög rúmgott. Þaðan er gengt inn í sér kalda forstofu og út á lóð. Hitt herbergið var áður bílskúr. Herbergið er ágætlega rúmgott og inn af því u.þ.b. 6 fm geymsla/fataherbergi. Stofa er ágæt en ekki stór miðað við herbergin.

Flísaparket er á eldhúsi, innréttingin hefur verið endurnýjuð. Ofn og helluborð nýleg, gufugleypir sem blæs út. Út úr eldhúsi er gengt til vaskahúss sem er sameiginlegt með efri hæð. Geymslur eru út frá vaskahúsi bæði í kjallara og á hæðinni. Sér búr fylgir eigninni. Útgengt út á lóð frá vaskahúsi. Lóð er óskipt en verönd á lóð fylgir eigninni og er séreign. Gler er almennt gott utan eitt og þak var samkvæmt eiganda skoðað  fyrir rúmlega ári síðan og talið í góðu lagi.Mjög vinsælar eignir og frábærlega staðsett rétt við alla þjónustu, skóla og leikskóla. Stutt að ganga í miðbæinn jafnt sem Glerártorg.

Snyrtilegt hús á góðum stað

Sem stendur er verið að mála og snyrta íbúðina og þarf að taka enn frekar í gegn af nýjum eigendum ef vel á að vera. Gott tækifæri fyrir laghent fólk

Ef  þú veist um einhvern sem þarf aðstoð við að selja eignina sína, gerðu tvennt. Segðu okkur frá þeim og þeim frá okkur !Erum með fólk á skrá sem leitar eftir skiptum á bæði stærri og minni eign. Allar nánari upplýsingar veitir starfsfólk Holt Eignamiðlunar á skrifstofu í síma 464-7800 eða með tölvupósti: daniel@holtfasteign.is.

Utan opnunartíma má ná í Daníel í síma 660-2951Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamat - 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).

2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.

3. Lántökugjald lánastofnunar er almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).

4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.Skoðunarskylda: 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Holt Eignamiðlun því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir. 
 
Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd