Uppsalavegur, Húsavík

 • Tegund:
  Einbýli
 • Stærð:
  121
 • Fasteignamat:
  24.300.000
 • Brunabótamat:
  34.350.000
 • Áhvílandi:
  0
 • Herbergi:
  5
 • Svefnherbergi:
  4
 • Baðherbergi:
  1
 • Stofur:
  1
 • Þvottahús:
 • Bílskúr:
  nei

Verð: 17.600.000 kr

Uppsalavegur, Húsavík

Holt Eignamiðlun S: 464-7800 kynnir í einkasöluKomið er samþykkt tilboð í eignina. Beðið er eftir útkomu greiðslumats. Gæti tekið 20 virka daga frá 16.08.2018. Fyrir þann tíma er eigninn ekki sýnd. EF viðkomandi nær ekki greiðslumati verður eignin aftur laus til skoðunar og nýrra tilboða

Uppsalaveg 24 Húsavík

5 herbergja einbýlishús á góðum stað á Húsavík. Fallegt útsýni út yfir flóann 4 Svefnherbergi, stofa, eldhús, Miðjan á húsinu er nýtt sem sjónvarpshol

 

Komið inn í rúmgóða forstofu með lausum fataskáp. gengið inn í hol fyrir miðju húsi, eldhús til hægri, dúkur á gólfi og gömul en góð innrétting,þvottahús inn af eldhúsi og inntakskompa. Gengið inn í stofu beint á móti forstofu.  Stofa er rúmgóð og björt. Svefnherbergisálma er  við hlið stofu. Vinstramegin í holi og er baðherbergi fyrir miðju, flísalagt í hólf og gólf. Hjónaherbergi til hægri Er það rúmgott með tveimur lausum fataskápum. Tvö þokkalega rúmgóð herbergi eru  vinstramegin við baðherbergi.

 

Húsið þarfnast viðhalds bæði að innan og utan innihurðir brotnar og þreyttar, eldhúsinnrétting gömul en virkar allt samt, parketið orðið þreytt á herbergjum (Spónaparket) gegnheilt í holi,svefngangi,herbergi við hol og stofu en þyrfti að pússa það upp til þess að gera gott. Forstofa er flísalögð

 

Þak. Það virðist ekki vera mjög gamalt járn á þaki en verið leki niður undir sperrur og kominn sveppur nánast eftir öllum mæninum og niður að öðru sperrubyli sumsstaðar, loftun inn undir þak hefur verið sett eftirá og virðist allt vera orðið þurrt en það þarf að rjúfa þakið og skifta um klæðningu.

 

Lóðin er gróin og fín sólpallur að vestanverðu með mjög fallegu útsýni yfir bæinn og flóann.Heilt yfir er um að ræða vel staðsetta eign með mikla möguleika fyrir laghent fólk. Samkv upplýsingum frá fyrri eigendum hefur verið gerður sökkull fyrir bílskúr við innkeyrslu en lagt yfir hann. Gefur nýjum eigandum tækifæri til bílskúrs byggingarAthygli er vakin á því að seljandi hefur ekki búið í eigninni og þekkir ekki ástand hennar að öðru leyti en fram kemur í söluyfirliti. Seljandi getur ekki veitt frekari upplýsingar um ástand hennar en hægt er að kynna sér við almenna skoðun og skv. söluyfirliti. Eignin selst í því ástandi sem hún er í og mun seljandi ekki gera neinar endurbætur á henni fyrir sölu. Væntanlegum kaupendum er því bent á að skoða eignina með það í huga."seljandi mælir með að fagmaður taki út eignina. Ekki er vitað um ástand heimilistækja"

 Allar nánari upplýsingar veitir starfsfólk Holt Eignamiðlunar á skrifstofu í síma 464-7800 eða með tölvupósti: daniel@holtfasteign.is.

Utan opnunartíma má ná í Daníel í síma 660-2951Ef  þú veist um einhvern sem þarf aðstoð við að selja eignina sína, gerðu tvennt. Segðu okkur frá þeim og þeim frá okkur !Erum með mikið af fólki á skrá sem leitar eftir skiptum á bæði stærri og minni eign. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamat - 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).

2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.

3. Lántökugjald lánastofnunar er almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).

4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 
 
Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd