Hafnarstræti, Akureyri

 • Tegund:
  Fjölbýli
 • Stærð:
  51
 • Fasteignamat:
  12.900.000
 • Brunabótamat:
  17.100.000
 • Áhvílandi:
  0
 • Herbergi:
  2
 • Svefnherbergi:
  1
 • Baðherbergi:
  0
 • Stofur:
  1
 • Þvottahús:
 • Bílskúr:
  nei

Verð: 21.000.000 kr

Hafnarstræti, Akureyri

Holt eignarmiðlun 464-7800 kynnir

Hafnarstræti 100 íbúð 201

Áhugaverður fjárfestingarkostur í miðbæ Akureyrar  ATH Lækkað verðTil sölu mjög skemmtileg tveggja herbergja íbúð í Hafnarstræti 100, miðbænum við göngugötuna.

Íbúðin samanstendur af stofu, eldhúsi, svefnherbergi og geymslu í kjallara.

Stofan er með eikarparketi á gólfi, úr stofu er gengið út á svalir sem snúa mót vestri með götusýn.

Herbergi er með eikarparketi á gólfi, góður fataskápur með sprautulökkuðum hurðum.

Baðherbergi er með sturtuklefa, á veggjum eru flísaplötur, hvít innrétting með vaska og á gólfi eru bláar flísar.

Í eldhúsi er blásprautu lökkuð  innrétting með eikarhliðum og ljós borðplötu, á gólfi er eikarparket.

Í kjallara er geymsla, málað gólf.

Allt innbú getur fylgt með, íbúðin er í skammtímaleigu í dag og góðar bókanir fyrirliggjandi.

Einstakt tækifæri í hjarta Akureyrar.

 

Íbúðirnar eru fullbúnar húsgögnum, húsbúnaði og raftækjum sem getur einnig selst með.

 

Hér er linkur á íbúðirnar á booking https://www.booking.com/hotel/is/saga-apartments-akureyri.html?lang=xu

Sumarið 2018 fer að verða nú þegar fullbókað.

 

ATH..

Nú fer að verða mun erfiðara að fá gistileyfi á íbúðir á Akureyri þar sem bæjaryfirvöld hafa sett reglugerð um að ekki skuli leyfa gistileyfi á gististaði í flokki II á svæðum þar sem deiliskipulag gerir ráð fyrir að sé íbúðabyggð.

Þessar íbúðir eru ekki staðsettar í íbúðabyggði heldur á verslunarsvæði og því mun gistileyfi í framtíðinni ekki vera vandamál.

Allar nánari upplýsingar veitir starfsfólk Holt Eignamiðlunar á skrifstofu í síma 464-7800 eða með tölvupósti: daniel@holtfasteign.is. 

Utan opnunartíma má ná í Daníel í síma 660-2951

Ef  þú veist um einhvern sem þarf aðstoð við að selja eignina sína, gerðu tvennt. Segðu okkur frá þeim og þeim frá okkur !

Erum með mikið af fólki á skrá sem leitar eftir skiptum á bæði stærri og minni eign.

 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamat - 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).

2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.

3. Lántökugjald lánastofnunar er almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).

4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 

 
Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd